Íslandsmeistaramótið í Skeet 2022 var haldið 13. og 14. ágúst á svæði SR á Álfsnesi. Íslandsmeistari var Stefán Gísli Örlygsson en hann varð einnig Íslandsmeistari 2021. Stefán Gísli Örlygson notar eingöngu RC skotin frá byssur.is við æfingar og keppni.

áðherra Umhverfis-,orku- og loftslagsmála hefur veitt félaginu undanþágu til að geta haldið Íslandsmeistaramótið í Skeet á svæði félagsins á Álfsnesi. Eingöngu verður opið til æfinga fyrir keppendur á mótinu. Opinber æfingadagur verður þó frábrugðinn alþjóðlegu reglunum því ekki verður leyft að skjóta á föstudeginum 12.ágúst. Æfingadagurinn verður því fimmtudaginn 11.ágúst í staðinn. Samkvæmt undanþágunni geta keppendur æft mánudaginn 8.ágúst og fimmtudaginn 11.ágúst á tímanum 10-21, þriðjudaginn 9.ágúst og miðvikudaginn 10.ágúst kl.10-19. Keppnisdagana 13.og14.ágúst er heimilt að skjóta frá kl.10:00 til kl. 19:00. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar.

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband! Vinsamlegast fylltu út formið og við verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.

    X