Um helgina var haldið Íslandsmót á Akureyri í haglabyssuskotfimi .
Frábært hjá honum.
Ellert notar RC skotin mikið við ævingar og keppni. Byssur.is
Ellert Aðalsteinsson er fæddur á Húsavík 25. júní 1970. Hann hóf keppni í leirdúfuskotfimi 1993 og fluttist ári síðar til Bretlands til að mennta sig og æfa leirdúfuskotfimi.
Hann varð Íslands- og bikarmeistari 1995 ásamt því að vera valinn skotmaður ársins af Skotsambandi Íslands.
Ellert hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari í Olympic skeet og tvisvar bikarmeistari í leirdúfuskotfimi.
Um helgina bætti kappinn einum Íslandsmeistaratitlinum í safnið þ.e. Compact Sporting í leirdúfuskotfimi.