Besti árangur Íslendings á Ólympíuleikum.
Hákon Þór Svavarsson hefur lokið leik í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á sínum fyrstu Ólympíuleikum
Hákon varð í 23. sæti af 30 keppendum með 116 stig. Aðeins sex efstu fóru í úrslit.
Fyrstu þrjár umferðir undanrásanna fóru fram þegar Hákon skaut 75 skot og hitti úr 69. Hann skaut síðan 50 skotum til viðbótar í tveimur umferðum seinni daginn.